Fléttuhandbókin

Lichen Flora of Iceland

Æðaskóf

General description: 

Æðaskóf er fremur smávaxin, fagurgræn með sérlega áberandi svörtu æðaneti á neðra borði. Askhirzlurnar eru svartar, kringlóttar og láréttar miðað við þalið.

Diagnostic description: 

Þalið er blaðkennt, kringluleitt og aðeins 1-2,5 sm í þvermál, með grænþörungum. Efra borð er grágrænt eða grábrúnt í þurrki, fagurgrænt í vætu, slétt og stundum með möttum gljáa. Neðra borð er snjóhvítt á milli dökkbrúnna, nær svartra æða, skófin er tengd við undirlagið með utanstæðum eða randstæðum vöndli rætlinga, og stefna hinar skörpu æðar út frá þeim punkti. Hnyðlur með blágrænum þörungum eru utan á æðum neðra borðs. Askhirzlur eru 2-5 mm í þvermál, nær svartar, neðra borð þeirra barkarlaust. Askgróin eru aflöng, glær, 30-42 x 4-8 µm að stærð, oft aðeins 4-5 sinnum lengri en breið, fjórhólfa. Askþekjan er dökk brún, askbeðurinn er glær eða fjólubrúnn, 90-140 µm þykkur, undirþekjan dökk eða ljós brún.

Molecular biology: 

Þalsvörun: K-, C-, KC-, P-.
Innihald: Tenuiorin, gyrophorinsýra, methylgyrófórat, peltidactylín og triterpen-sambönd.

Distribution: 

Hún er fremur algeng og dreifð um allt landið, jafnt á láglendi sem til fjalla upp í 1530 m hæð.

Habitat: 

Æðaskófin vex einkum á deigum jarðvegi utan í jarðbökkum, hellisskútum, klettaveggjum og gljúfrum, oftast á þverhnýptum eða slútandi stöðum.

Scratchpads developed and conceived by (alphabetical): Ed Baker, Katherine Bouton Alice Heaton Dimitris Koureas, Laurence Livermore, Dave Roberts, Simon Rycroft, Ben Scott, Vince Smith