Fléttuhandbókin

Lichen Flora of Iceland

Blikskóf

General description: 

Blikskófin hefur allstóra, áberandi þykka og stífa bleðla sem hafa engar eða óskýrar æðar á neðra borði. Efra borð er gljáandi og án loðnu. 

Diagnostic description: 

Þalið er blaðkennt, allstórt (10-15 sm), bleðlar oft um 1 sm á breidd, oftast fremur þykkir og stinnir. Efra borðið er blágrátt eða grábrúnt í þurrki, blágrænt í vætu, slétt og gljáandi, jaðarinn ofurlítið uppbrettur. Neðra borð er ljóst út við jaðarinn, dekkra innar og brúnsvart nær miðju, æðar fremur óskýrar, samfljótandi, þykkar og vattkenndar, miðjan oft æðalaus. Rætlingar eru dökkbrúnir, oft brúskkenndir, 3-6 mm á lengd. Askhirzlur eru dökkbrúnar eða nær svartar, á fremur stuttum hliðarbleðlum, 3-7 mm í þvermál. Askgróin eru 45-65 µm löng og 2,5-5 µm á breidd, glær, bogin, með fjórum hólfum. Askþekjan er dökk brún, askbeður glær, 70-95 µm þykkur, undirþekja brún ofan til eða glær.

Molecular biology: 

Þalsvörun: K-, C- eða C+ bleikrauð, KC- eða + bleikrauð, P-.
Innihald: Tenuiorin, methylgýrofórat, gyrófórinsýra, dolichorrhizin, zeórín og triterpensambönd.

Distribution: 

 Blikskófin er nokkuð algeng um land allt frá láglendi upp í 8-900 m hæð, mun algengari en glitskóf. Hæst skráð í 950 m hæð í Vonarskarði.
 

Habitat: 

Blikskófin vex yfir mosa á grónum jarðvegi í ýmsum gróðurlendum, bæði mögru graslendi, lyngmóum og kjarri. 

Scratchpads developed and conceived by (alphabetical): Ed Baker, Katherine Bouton Alice Heaton Dimitris Koureas, Laurence Livermore, Dave Roberts, Simon Rycroft, Ben Scott, Vince Smith