Hagaskóf
Hagaskófin hefur allstóra, fremur þunna bleðla sem hafa gljáandi efra borð án loðun. Flatar, nokkuð skýrar æðar á neðra borði með brúnum rætlingum.
Þalið er blaðkennt, allstórt (10-20 sm), bleðlar um 1-2 sm breiðir, fremur þunnir. Efra borðið er grátt, grábrúnt eða brúnleitt á litinn, blágrænt í vætu, slétt og oftast vel gljáandi, jaðarinn uppsveigður. Neðra borð er með ljósbrúnum eða bleikbrúnum, oftast nokkuð skýrum, flötum æðum, dekkri í miðju. Rætlingar eru brúnir, einfaldir eða brúskkenndir, 3-5 mm á lengd. Askhirzlur eru algengar, söðullaga, rauðbrúnar, 3-5 mm í þvermál. Gróin eru glær, spólulaga, fjórhólfa, 45-60 x 3-5 µm að stærð, bogin. Askþekjan er rauðbrún, askbeðurinn glær, 70-100 µm þykkur, undirþekjan glær eða gulbrúnleit.
Þalsvörun: K-, C- eða C+ bleikleit, KC-, P-.
Innihald: Tenuiorin, methylgýrofórat, gyrófórinsýra, dolichorrizin, peltidactylin, zeórín og triterpensambönd.
Hagaskófin er algeng um land allt frá láglendi upp í um 700 m hæð. Hæst skráð á Seljadalsbrúnum á Tröllaskaga í 900 m
Hagaskófin vex yfir mosa á grónum jarðvegi, í graslendi, yfir klettum eða í mólendi.