Fléttuhandbókin

Lichen Flora of Iceland

Mattaskóf

Diagnostic description: 

Allstór, blaðkennd skóf, allt að 15 sm í þvermál, þalið er þykkt og stinnt, bleðlar 1-3 sm breiðir, jaðarinn uppbrettur. Efra borðið er brúnt, grábrúnt, grátt eða blágrátt í þurrki, dökk blágrænt í vætu, yfirborðið slétt og fremur matt, og ef vel er að gáð má greina örstutta, upprétta loðnu á blájaðrinum. Neðra borðið er æðalaust, brúnsvart eða grábrúnt, heldur ljósara út við jaðarinn, með strjálum, brúskkenndum, svartbrúnum rætlingum. Askhirzlur eru sjaldgæfar hér á landi, söðullaga á stuttum hliðarbleðlum, brúnsvartar, 4-7 mm í þvermál. Askgróin eru aflöng, glær, fjór- til sexhólfa, 50-70 x 2,5-6 µm að stærð. Askþekjan er dökk brún, askbeður glær eða ljós brúnn, 70-90 µm þykkur, undirþekja brún. 

Molecular biology: 

Þalsvörun: K- eða K+ gulbrún, C-, KC-, P-.
Innihald: Tenuiorin, zeorín, dolichorrhizin, triterpensambönd.

Distribution: 

Mattaskóf er allalgeng um norðanvert landið, sjaldgæfari á Suðurlandi. Hún finnst frá láglendi upp í um 700 m hæð, hæst skráð í Rimum við Svarfaðardal í 750 m.
 

Habitat: 

Mattaskóf vex í margvíslegu mólendi, einkum þó lyngmóum og kjarri. 

Scratchpads developed and conceived by (alphabetical): Ed Baker, Katherine Bouton Alice Heaton Dimitris Koureas, Laurence Livermore, Dave Roberts, Simon Rycroft, Ben Scott, Vince Smith